Umf. Reynir 110 ára

Post date: Mar 3, 2017 10:02:52 PM

Í dag, 3. mars er ungmennafélagið 110 ára. Eftir bestu vitneskju síðustjóra þá er Reynir elsta samfleytt starfandi ungmennafélag landsins og við fögnum því hverju starfandi ári. Mikið af upplýsingum um starf félagsins hefur varðveist í gegnum árin en blað félagsins, Helgi Magri, hefur verið gefið út frá árinu 1910 þó ekki samfleytt. Blöðin er hægt að nálgast hér vinstra megin á síðunni. Stefnan er sett á að halda upp á þennan áfanga seinna á árinu.