Skíðaganga hjá Umf. Reyni

29. janúar 2021

Ungmennafélagið Reynir stefnir á að hafa opna gönguskíðaslóð þegar vel viðrar það sem eftir er vetrar. Búið er að stofna Facebook" hóp þar sem upplýsingar um gönguskíðaslóðir verða birtar.

Allir eru velkomnir í hópinn hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki. Til þess að fá aðgang í hópinn getur þú smellt hér.

Nú er tilbúið spor sem liggur frá verkstæði BHS og niður meðfram Hauganesvegi. Hringurinn er 1,5 km. og má sjá hann á mynd sem fylgir fréttinni.