Í TILEFNI SJÓMANNADAGS

Post date: Jun 2, 2016 10:31:58 PM

Laugardaginn 4. júní verður sundlaugin í Árskógi opin fyrir almenning frá kl. 13.00 til 15.00 í boði Umf. Reynis og Dalvíkurbyggðar. Búið er að setja upp rör fyrir koddaslag með belgjum og heitt verður á könnunni. Við hvetjum núverandi og fyrrverandi Ströndunga að láta sjá sig og hafa gaman saman.

Stjórn Umf. Reynis