Helgi Magri, siðareglur og ársskýrslur á síðunni.

Post date: Mar 8, 2016 3:44:35 PM

Á heimasíðuna eru nú komnir nokkrir hlutir sem gaman væri fyrir Reynismenn að skoða.

Helgi Magri, blað félagsins sem hefur verið gefið út frá árinu 1910, er komið inn. Birgir Marinósson sá um að setja blaðið í stafrænt form og er öllum frjálst að skoða það hérna vinstra megin á síðunni.

Hægt er að sjá ársskýrslur frá árinu 2008 en þær getur verið gaman að skoða til að sjá hvað er í gangi á hverju ári hjá félaginu.

Í samningi Dalvíkurbyggðar og félaga á svæðinu segir að félögin skuli hafa siðareglur. Umf. Reynir fékk siðareglur lánaðar frá Umf. Þorsteini Svörfuði og samþykkt var á aðalfundi félagsins árið 2014 að senda þær til stjórnar til breytinga. Þær voru svo samþykktar á aðalfundinum árið 2015. Við hvetjum alla sem koma að félaginu til að skoða þær.

Einnig bendum við á að hér á síðunni er hægt að sjá myndir úr starfinu.