Heiðursfélagar Umf. Reynis

Á aðalfundi félagsins á árinu 2018 var samþykkt að Ása Marinósdóttir, Birgir Marinósson, Sveinn Jónson, Valdimar Kjartansson og Þorsteinn Marinósson yrðu gerð að heiðursfélögum. Til marks um þakklæti félagsins til þeirra voru þeim afhentir skildir fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina.

Öll hafa þau setið í stjórn Umf. Reynis ásamt því að vinna gott starf þess utan. Ása var í stjórn árin 1956, 1962 og 1965 - 1969. Birgir var formaður árin 1966 -1967 og 1973. Sveinn var formaður árin 1960 - 1964 og 1968 - 1969. Valdimar var formaður árin 1970 - 1972. Þorsteinn var formaður árin 1957 - 1959 og 1965.

Þess má geta að Ása og Sveinn starfa ennþá fyrir félagið en þau hjónin eru í ritnefnd Helga Magra.