Frisbígolfvöllur á Árskógsströnd

Post date: Aug 26, 2017 11:50:17 PM

Fyrir ekki svo löngu keypti Ungmennafélagið þrjár frisbígolfkörfur. Nú eru þær komnar upp á vallarsvæðinu og hægt er að nota þær að vild. Þó körfurnar séu bara þrjár er verið að setja upp 9 holu völl með aðstoð Frisbígolfþjónustu Akureyrar. Nú er um að gera að prófa að kasta í körfurnar en nánari upplýsingar koma fljótlega.