Frisbígolftímar á vegum Umf. Reynis

21. ágúst 2022

Ungmennafélagið Reynir býður upp á frisbígolftíma tvisvar í viku. Gunnar Árni Jónsson sér um tímana og mun hann leiðbeina fólki eftir bestu getu. Tímarnir verða á Árskógsvelli á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:00 til 18:00 og eru þeir opnir öllum.

Þeir sem eiga diska eru hvattir til að taka þá með sér, annars á félagið nokkra diska sem verða til afnota.