Gönguskíðanámskeið fimmtudaginn 7. mars

Fimmtudaginn 7. mars ætlar Umf. Reynir að bjóða uppá gönguskíðanámskeið við Reynishúsið. Námskeiðið byrjar kl 17 og er til 19.30. Ólympíufarinn Elsa Guðrún Jónsdóttir sér um kennsluna þar sem farið verður yfir undirstöðuatriði í skíðagöngu. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en þátttakendur þurfa að koma með eigin búnað. Vonumst við til að sjá sem flesta, njóta þess að vera saman og fá góða leiðsögn. Endilega tilkynnið þátttöku ykkar til: Helena Frímannsdóttir, á messenger eða helena@dalvikurbyggd.is

MYND/SKÍÐASAMBAND ÍSLANDS.