Frisbígolfkynning á Árskógsvelli

12. ágúst 2022

Sunnudaginn 14. ágúst verður haldin frisbígolfkynning á Árskógsvelli kl. 17:00. Á staðnum verður leiðbeinandi frá Frisbígolfþjónustu Akureyrar. Það verða diskar á staðnum fyrir alla sem þurfa og einnig verður Frisbígolfþjónusta Akureyrar með diska til sölu.