Endurbætt heimasíða og Helgi magri

13. janúar 2019

Velkomin á nýja og flottari heimasíðu Reynis. Á síðustu vikum hefur farið mikil vinna í að uppfæra heimasíðuna og að bæta við nýju og áhugaverðu efni.

Öll blöð Helga magra til ársins 2017 eru komin inn á heimasíðuna en fyrir þá sem ekki þekkja er það félagsblað ungmennafélagsins. Blaðið var fyrst gefið út árið 1910 og var það handskrifað til ársins 1993 en árið eftir var það fyrst tölvuskráð. Hægt er lesa meira um Helga magra og nálgast öll blöðin á tölvutæku formi með því að smella hér en það var Birgir Marinósson sem sá um að tölvuskrá blöðin frá 1910 til 1993.

Nýr vikulegur liður er kominn á dagskrá og kallast hann „mynd vikunnar". Þar mun koma inn mynd í hverri viku sem tengist starfi félagsins. Allar þær myndir sem koma fram í „mynd vikunnar" er einnig hægt að skoða á myndasíðu félagsins. Gaman væri að fá sendar myndir sem hægt væri að setja inn á myndasíðuna en þær er hægt að senda á netfang félagsins, umfreynir@umse.is.

Ef þú býrð yfir góðum hugmyndum um hvernig hægt væri að gera heimasíðuna skemmtilegri þá mátt þú endilega hafa samband við síðustjóra, Elvar Óla Marinósson, í síma 866-0859 eða með því að senda tölvupóst á áðurnefnt netfang.