110 ára afmælisskemmtun Reynis

Post date: Aug 29, 2017 10:31:42 PM

Í tilefni 110 ára afmæli Ungmennafélagsins Reynis ætlar félagið að bjóða upp á ýmsa afþreyingu í Árskógi laugardaginn 2. september. Sundlaugin verður opin frá 10-12 og í framhaldi af því verður pylsugrill. Farið verður í leiki og kl. 13 mun Sigurður Eiríksson vera með kennslu í Frisbígolfi. Þá verður komið upp blaknet sem hægt verður að nota.

Það er öllum velkomið að mæta en gaman væri að sjá sem flesta. Það er um að gera að mæta og rifja upp söguna hjá elsta samfleytt starfandi ungmennafélagi landsins.