Aftur til fortíðar

Myndir úr starfinu

Hægt er að nálgast allar myndir úr liðnum aftur til fortíðar ásamt fleiri myndum á myndasíðu félagsins. Ef þú átt einhverjar myndir úr starfi félagsins sem þig langar að deila, sendu þá tölvupóst á netfangið umfreynir@umse.is eða hafðu samband við Elvar Óla Marinósson í síma 866-0859.

Mynd 16

Myndin er frá árinu 2005.

Mynd 15

Myndin er frá árinu 2004. Hún var tekin á lokahófi knattspyrnudeildar Reynis sem haldið var í Árskógi.

Á myndinni eru Þorvaldur Kristjánsson og Jakob Valgarð Óðinsson.

Mynd 14

Myndin er frá árinu 2003. Á myndinni er Sveinn Jónsson og er hún tekin þegar Þorvaldsdalsskokkið var haldið. Sveinn tók þátt í flokki 70 ára og eldri og fór vegalengdina á tímanum 5:51:40.

Mynd 13

Myndin er frá árinu 2002 og er af 12 ára og yngri liðinu á Hríseyjarmótinu.

Mynd 12

Myndin er líklega tekin á aðalfundi árið 1997.

Aftast á myndinni eru Jón Örvar van der Linden og Þorsteinn Marinósson.

Í fremri röð, frá vinstri, eru Valdimar Heiðar Valsson, Sigurlaug Dröfn Guðmundsdóttir, Jakob Valgarð Óðinsson, Elsa Dögg Benjamínsdóttir og Svanhvít Íris McCue Valgeirsdóttir

Mynd 11

Ekki er vitað frá hvaða ári myndin er.

Myndin er tekin á íþróttaviðburði á Árskógsvelli.

Mynd 10

Ekki er vitað frá hvaða ári myndin er.

Á myndinni eru frá vinstri: Þórdís Jenný Antonsdóttir, Sigurlaug Dröfn Guðmundsdóttir og Eyrún Elva Marinóssdóttir

Mynd 9

Myndin er frá árinu 2009. Hún er af þeim sem tóku þátt í leikjanámskeiðinu það árið. Í ársskýrslu félagsins segir

Námskeiðið var vel sótt og er frábært að sjá þar fjörið og lífsgleðina, sem skín úr andlitum krakkanna undir leiðsögn Helenu Frímannsdóttur. 

Mynd 8

Ekki er vitað frá hvaða ári myndin er.

Á myndinni eru frá vinstri: Örn Traustason, Hafdís Björk Rafnsdóttir og Árni Grétar Árnason

Mynd 7

Myndin er frá árinu 2017. Hún er frá knattspyrnumóti UMSE og Bústólpa þegar lið Reynis sigraði í flokki 17-18 ára.

Á myndinni eru: Sveinn Margeir Hauksson, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, Rósa Dís Stefánsdóttir og Rúnar Helgi Björnsson

Mynd 6

Myndin er frá árinu 2008. Hún var tekin á hraðmóti UMSE sem haldið var á Árskógssandi. Í ársskýrslu félagssins frá árinu 2008 segir:

Hluta úr sumri voru Reynisæfingar í knattspyrnu yngri flokka. Þessum æfingum var skipt í tvo aldurshópa, eftir aldursskiptingu á mótum UMSE. Þjálfari hóps 16 ára og yngri var Þorsteinn Ingi Ragnarsson. Þetta var mjög kraftmikill og líflegur hópur, sem stóð uppi sem sigurvegari á hraðmóti UMSE. Hermann Guðmundsson sá um æfingar hjá 12 ára og yngri, sem einnig tóku þátt í hraðmóti UMSE og stóðu sig vel. 

Aftari röð: Þorsteinn Ingi Ragnarsson (þjálfari), Andri Þór Þrastarson, Lárus Reynir Halldórsson, Einar Oddur Jónsson, Armend Fejzulahi, Stefán Daði Bjarnason, Jón Bjarki Hjálmarsson, Sigurður Haukur Valsson

Fremri röð: Margrét Jóna Kristmundsdóttir, Valgerður Inga Geirdal Júlíusdóttir, Júlía Ýr Þorvaldsdóttir, Elvar Óli Marinósson

Fremstur: Arnór Daði Gunnarsson

Mynd 5

Myndin er frá árinu 2004. Hún var tekin við vígslu félagshúss Reynis. Í ársskýrslu félagssins frá árinu 2004 segir:

Heilmikið var unnið í félagshúsinu okkar og fór þar fremstur í flokki Tryggvi Guðmundsson yfirsmiður. Þó að ýmislegt eigi eftir að gera er húsið orðið mjög fínt bæði að innan og utan. Að hausti var síðan haldin smá vígsluhátíð þar sem húsinu var fagnað. 

Mynd 4

Myndin er frá árinu 2014. Í ársskýrslu félagsins segir:

Leikjanámskeiðið var á sínum stað. Það var í umsjón Helenu Frímannsdóttur og var vel heppnað og vinsælt líkt og svo oft áður. 

Mynd 3

Myndin er frá árinu 2002. Í ársskýrslu félagsins sem finna má í Helga Magra segir:

Valdimar Heiðar Valsson var ráðinn þjálfari hjá 12 ára og yngri og 16 ára og yngri. Hjá 16 ára og yngri var spiluð tvöföld umferð í Eyjafjarðarmótinu. Þar náði liðið góðum árangri, en liðið varð Eyjafjarðarmeistari í þessum ald- urshópi. Aðrir leikir voru ekki spilaðir. 12 ára og yngri náðu einnig góðum árangri. Fyrst má þar nefna 3. sæti á hinu nýja Hríseyjarmóti, sem var skemmtilegt og góð viðbót við verkefni þessa aldurshóps. Þá lenti liðið í öðru sæti í Eyjafjarðarmótinu eftir naumt tap gegn Dalvík, 3-2 í leik sem réði úrslitun um hvort liðið ynni mótið. 

Myndin er af 12 ára og yngri liðinu á mótinu í Hrísey.

Mynd 2

Myndin er frá árinu 2010. Í ársskýrslu félagsins sem finna má í Helga Magra segir:

Lið Reynis tóku þátt í knattspyrnumótum UMSE með nokkuð misjöfnum árangri. Nokkrar æfingar voru haldnar fyrir 13-16 ára aldur, en hjá þeim náðist því miður ekki í lið þetta árið. Margrét Ágústa Arnþórsdóttir sá um þær æfingar ásamt æfingum fyir 12 ára og yngri krakkana, sem byrjuðu að æfa úti í byrjun júní. Þau æfðu tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum og var hver æfing í einn og hálfan tíma. Æfingarnar voru frá byrjun júní til um miðjan ágúst. Það var mjög góð mæting allt sumarið og voru krakkarnir um 15-20 á hverri æfingu. Þau tóku þátt í tveimur mótum, sem voru bæði haldin inni á Hrafnagili og gekk þeim ágætlega þar. Um mitt sumarið skoruðu svo krakkarnir á foreldra sína í einn leik, og var mjög góð mæting bæði hjá krökkunum og foreldrum, og að sjálfsögðu unnu krakkarnir. Í lok leiks voru svo grillaðar pylsur og haft gaman saman. 

Myndin var tekin eftir leikinn.

Mynd 1

Myndin er frá árinu 2003. Það ár var vallarhús félagsins keypt, flutt og sett upp. Húsið var gert nothæft og haldin var vígsluhátíð árið eftir.